Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
kleópatra
Skráður þann: 25 Feb 2005 Innlegg: 7
|
Innlegg: Fim Okt 16, 2008 22:19 Efni innleggs: byrjun á MS-kasti |
|
|
hæ...
mig langar að forvitnast um hvort einhvert ykkar hafi lent í því að þegar þið eruð búin að ofkeyra ykkur...og eruð að fá svona kast einkenni eins og dofa ...ofboðslega verki.....máttleysi og ofsaþreytu ... fáið þið svona hitavellueinkenni...ég er búin að vera að keyra mig svoldið út í haust er í skóla og er ein með heimili og tvö ung börn.
Núna er ég með hitavellu í 3ja skiptið í haust og er orðin svoldið þreytt á því, en það eina sem ég hef gert er að sprauta mig með B-12 í nokkra daga og þá hef ég smá orku en um leið og B 12 hættir að kikka inn hryn ég aftur..... hef reyndar ekki farið til læknis... þrjóskan að drepa mig.
En er einhver sem hefur lent í svona...  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
englastelpa
Skráður þann: 10 Ágú 2008 Innlegg: 26 Staðsetning: www.englastelpa.blog.is
|
Innlegg: Fim Okt 16, 2008 22:33 Efni innleggs: |
|
|
Ó já ég er einmitt að jafna mig af þriðja kastinu á þessu ári og bara út af ofkeyrslu. Ég fæ reyndar ekki hita en ég fæ sviðann sem ég fæ alltaf þegar ég fæ hita og svitna köldum svita og fæ mjög mikinn hausverk ( mígreni ). Höfuðverkurinn bendir yfirleitt alltaf til þess að ég sé að fara að fá kast.
Ég er með þrjú börn og þ.a.f. 2 ung en ég er reyndar ekki einstæð þannig að ég fæ alveg hjálpina sem að ég þarf. Þekkir ú engan sem getur aðstoðað þig svo að þú sért ekki að keyra þig svona út. Hvíldin er besta meðalið og svo B-12 auðvitað en maður verður samt að passa sig að vera ekki að taka of mikið af því af því að ofstór skamtur getur gert meiri skaða heldur en maður heldur. Ég t.d. má ekki taka það af því að ég er mjög há í B-12 eins og er þó svo að eg hafi ekki tekið það í 4-5 ár.
En vonandi verður þú fljót að jafna þig á þessu kasti og að þú komist á gott ról sem fyrst. En mundu " ekki of keyra þig ". _________________ Kveðja. Hulda Sigurðard. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|