Sveitakall Site Admin
Skráður þann: 31 Des 2004 Innlegg: 227 Staðsetning: Í sveitinni
|
Innlegg: Sun Maí 25, 2008 15:47 Efni innleggs: Ekkert um okkur, án okkar! |
|
|
Ekkert um okkur, án okkar!
Fatlaðir vilja völdin í sínar hendur og ráða sjálfir yfir þeirri aðstoð sem þeir þurfa til þátttöku í samfélaginu; hver aðstoðar, við hvað, hvar og hvenær. Þetta kalla fatlaðir notendastýrða þjónustu, en hún er hin algjöra andhverfa við stofnanaþjónustuna. Þetta er bylting, sem þegar hefur átt sér stað í ýmsum löndum.
Milli kl. 10 og 12 á mánudag, 26. maí 2008, í þingsal Sjálfsbjargar á höfuborgarsvæðinu, Hátúni 12, Reykjavík, [ekki í „Rauða salnum“] mun stór hópur fatlaðra og annarra áhugasamra koma saman í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu á grasrótarfund og hlusta á dr. Peter Anderberg frá Svíþjóð ræða hugmyndafræðina að baki notendastýrðri þjónustu og hvernig slík þjónusta hefur verið framkvæmd í Svíþjóð.
Það er rífandi stemming meðal mikið fatlaðs fólks á Íslandi fyrir því að svona þjónustu verði komið á fót á Íslandi. Tilvalið að ræða við Peter Anderberg og fatlaða um málefnið. _________________ Kveðja úr sveitinni. Eiríkur |
|