Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
Sveitakall Site Admin
Skráður þann: 31 Des 2004 Innlegg: 227 Staðsetning: Í sveitinni
|
Innlegg: Fim Nóv 29, 2007 13:23 Efni innleggs: Átta milljónir |
|
|
Mér líður svona hálf asnalega. Sá í Mogganum í gær að ég er maður upp á Átta milljónir. Og ég finn ekki þessa peninga. Nú er ég búinn að fá bréf frá Tryggingastofnun Ríkisins með upplýsingum um hversu mikið ég hef fengið á árinu og hversu mikið ég fæ á næsta ári. Engar átta milljónir þar. Reyndar ætla mannvinirnir hjá TR að skerða bæturnar hjá mér á næsta ári. Ég hef nefnilega smá tekjur af því að sitja í nefnd á vegum Álftaness. Það finnst þeim þarna hjá TR hreinasti óþarfi að ég fái greitt fyrir. Ja nema þá þeir skerði greiðslur til mín að sama skapi. Þetta er algjörlega fáránlegt !! En það var með þessar átta milljónir. Sko ég var að spá. Ég fæ þá greiddar Átta milljónir í janúar. JIBBÝÝ´´Y.. Eða ? _________________ Kveðja úr sveitinni. Eiríkur |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
Aðalheiður
Skráður þann: 12 Feb 2006 Innlegg: 53
|
Innlegg: Fim Nóv 29, 2007 14:54 Efni innleggs: |
|
|
Oh, Eiríkur - þú ert svo lélegur að leita. Ertu búinn að gá í jólapakkann frá TR? Nei, æ! Hann týndist í póstinum.
Í Mogganum er haft eftir Vilhjálmi að hver öryrki kosti ríkið 8 milljónir. Mig langar að sjá hvernig hann fær þessa tölu. Ekki eru þetta örorkubæturnar einar saman. Jafnvel þó maður bæti við skatttekjunum sem Ríkið verður af vegna örorku manns næst ekki þessi upphæð!
Maður fær ekki hátt á reikningsprófi ef maður sýnir ekki alla útreikninga, ekki hjá mér í það minnsta! _________________ Kveðja,
Aðalheiður |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
Lára
Skráður þann: 21 Okt 2007 Innlegg: 67 Staðsetning: Kópavogur
|
Innlegg: Fim Nóv 29, 2007 22:32 Efni innleggs: |
|
|
þetta er bara rugl..
Fékk einmitt líka sent bréf frá TR í dag og skulda ennþá fór þangað líka á síðasta ári þar sem ég var líka í skuld......Ég sem reyni að passa þetta allt rosalega vel....Mér er farið að líða eins og ég hljóti að vera eitthvað meira en lítið rugluð eða bara stubit....Hvað á þetta að þýða er þetta starfsfólk þá kannski ekki ALVEG starfi sínu vaxið.....Vil ekki vera svona leiðinleg,en hvað er að ....???????????
_________________ Lára Snæ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|