Spjall MS-félagsins umræðu hópur Spjall MS-félagsins
MS-félagið Spjallþræðir
 
 Algengar spurningar (FAQ)Algengar spurningar (FAQ)   LeitaLeita   Listi yfir meðlimiListi yfir meðlimi   NotendahóparNotendahópar   NýskráningNýskráning 
 Þín uppsetningÞín uppsetning   Skráðu þig inn til að athuga með einkapóstSkráðu þig inn til að athuga með einkapóst   InnskráningInnskráning 

Fundargerð aðalfundar 2004

 
Þessar umræður eru lokaðar, þú getur ekki sent inn, svarað eða breytt innleggi   Þessi spjallþráður er lokaður, þú getur ekki breytt, eða svarað innleggi    Spjall MS-félagsins umræðu hópur -> Tilkynningar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Sveitakall
Site Admin


Skráður þann: 31 Des 2004
Innlegg: 227
Staðsetning: Í sveitinni

InnleggInnlegg: Mið Okt 19, 2005 00:24    Efni innleggs: Fundargerð aðalfundar 2004 Svara með tilvísun

Aðalfundur MS-félags Íslands haldinn laugardaginn 30. október 2004í veislusal Áskirkju, Vesturbrún 30, Reykjavík  
Fundur var settur kl. 14:25.Sigurbjörg Ármannsdóttir formaður setti fundinn og bar tillögur um fundarstjóra og fundarritara undir fundarmenn sem samþykktu með lófataki.
Fundarstjóri var Helgi Seljan og varafundarstjóri Margrét Pála Ólafsdóttir.
Fundarritarar voru Bára Stefánsdóttir og Gunnar Ásgeirsson.
Fundarmenn voru alls um 160 (á kjörskrá).
Fundarstjóri Helgi Seljan tók síðan við stjórn fundarins og hvatti fundarmenn til málefnalegrar umræðu. Hann vakti athygli á villu í fundarboði og sagði frá í hvaða röð mál fundarins yrðu samkvæmt lögum. Síðan var gengið til dagkskrár.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar síðasta árs
3. Upphæð árgjalds
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnar og varastjórnar.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Kosning nefnda.
8. Önnur mál 
Skýrsla stjórnar flutt af Sigurbjörgu Ármannsdóttur formanni.Fyrst minntist hún Gyðu J. Ólafsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra Dagvistar og endurhæfingarmiðstöðvar MS-sjúklinga (hér eftir kallað dagvist) sem lést í maí 2004. Síðan flutti hún skýrslu stjórnar fyrir árið 2003. Sagði hún frá hverjir voru í stjórn síðasta árið. Sagði frá starfsemi félagsins, t.d. norrænum samskiptum, námskeiðum, fræðslu- og skemmtifundum fyrir félagsmenn og aðstandendur þeirra. Þýdd var og gefin út barnabókin Mamma Siggu er með MS og verið er að leita leyfa fyrir þýðingu bókar fyrir nýgreinda MS-sjúklinga. Sagði frá annarri útgáfu félagsins (tímarit og heimasíða) og styrkjum sem félagið hefur fengið. Einnig var sagt frá útleigu íbúðar á Sléttuvegi 9, skýrslu Ríkisendurskoðunar og Dagvistar. Leigugreiðslur Dagvistar til MS-félags féllu niður í samræmi við ábendingar í skýrslu. Sagt frá markmiðum stjórnar MS-félags um dagvist og hvað hefur náðst. 
Umræður og fyrirspurnir.
Steinunn Þóra þakkar greinargóða skýrslu og störf stjórnar.
Geir Zoega spyr hvort John Benedikz læknir hafi fengið uppsagnarbréf frá MS-félaginu.
Helga Skúladóttir spyr hvort sjúkraskýrslur sem John tók með sér séu hans einkaeign.
Daníel Þórisson er ósáttur við fráhvarf John og vill fá skýringar á því.
Ingibjörg Sigfúsdóttir þakkar stjórninni fyrir að fá aðgang að fleiri læknum.
Formaður segist sjálf hafa harmað ákvörðun John um að hætta. Hann fékk ásamt öðrum læknum boð um að starfa hjá Dagvistinni.
Guðrún Þóra Jónsdóttir segist hafa séð uppsagnarbréfið sem John fékk frá stjórn Dagvistar.
Jón Þórðarson spyr hvort MS-félag og Dagvist sé það sama og hvort formaður skrifaði undir uppsagnarbréfið.
Friðbjörn Berg stjórnarmaður í Dagvist segir að John hafi verið í hálfri stöðu yfirlæknis hjá Dagvist. Vegna halla í rekstri þurfti að bregðast við og breyta læknisþjónustu. Honum var sagt upp með 6 mán. uppsagnarfresti enda að verða 70 ára. Stjórn MS-félags hafði ekkert með þetta að gera.
Birna Jennadóttir spyr hvort John hafi verið á launum hjá dagvistinni.Formaður svarar að John hafi fengið laun frá dagvistinni en ekki MS-félagi.
Eymundur Gunnarsson spyr hvernig MS-félagið standi fjárhagslega. Finnst óeðlilegt að talað sé um mann sem er ekki á staðnum.
Fundarstjóri segir að reikningar félagsins verði lagðir fram á eftir.
María Pétursdóttir spyr hvernig sé hægt að tala um að göngudeildin komi MS-félaginu ekki við eins og hún heyrði í máli formanns.Formaður segir að það sé stjórnunarlegur og fjárhagslegur aðskilnaður sem hún átti við. 
Reikningar síðasta árs kynntir af Elínu Þorkelsdóttur gjaldkera.Kynntur rekstrarreikningur og efnahagsreikningur ársins 2003.
Umræður og fyrirspurnir:
Geir Zoega spyr hvort kynnt verði milliuppgjör fyrir síðustu 6 eða 9 mánuði vegna þess hve starfstími þessarar stjórnar hafi verið stuttur frá síðasta aðalfundi.Gjaldkeri svarar að ákveðið hafi verið að kynna aðeins þessa reikninga.
Kristján Einarsson spyr hvaða krafa er á Dagvist í veltufjármunum bls. 6.Gjaldkeri segir að þetta sé gömul skuld vegna leigu og kallar eftir aðstoð Hreggviðs.Hreggviður Þorsteinsson skoðunarmaður reikninga segir að færðir hafi verið til fjármunir frá Dagvist til MS-félagsins. Dagvist var rekin á 0 en umframfjárhæðir færðar til MS-félags sem húsaleiga, uppsafnað gjafafé og byggingarkostnaður. Ekki hafa verið gerð hrein skil þarna á milli.
Atkvæðagreiðsla.Reikningar bornir upp til atkvæðagreiðslu og samþykktir samhljóða. 
Kosning stjórnar og varastjórnar.
Kosning fór þannig fram að gengið var til atkvæðagreiðslu um hvert embætti fyrir sig. Sagt var frá framkomnum framboðum, lýst eftir mótframboðum og frambjóðendum boðið að kynna sig. Jafnóðum var ákveðinn litur atkvæðaseðla fyrir hvert embætti. Uppstillingarnefnd: Svanfríður Kjartandóttir og Lárus H. Jónsson.
Talningamenn: Kristín Sigurjónsdóttir, Ingdís Líndal og Davíð Samúelsson. 
Framboð til formanns: Valur Smári Þórðarson og Sigurbjörg Ármannsdóttir. 
Kaffihlé í 30 mínútur 
Kosningu stjórnar og varastjórnar framhaldið
Niðurstaða formannskjörs: 160 atkvæði skiptust þannig: auðir seðlar 2, ógildur 1, Valur 28, Sigurbjörg 129. Sigurbjörg er því réttkjörinn formaður. 
Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára:Tillaga uppstillingarnefndar: Valdimar Arnþórsson og Haukur Dór Kjartansson. Mótframboð: Málfriður Hafdís Ægisdóttir og María Pétursdóttir.Nýtt framboð: Lonní Björg Sigurbjörnsdóttir.
Lagabreytingar
Fundurinn samþykkti að lagabreytingar yrðu teknar fyrir á meðan talning færi fram. Stefán Pálsson kynnti tillögur lagabreytingarnefndar. Sagði ekki um að ræða byltingarkenndar breytingar heldur væri aðallega verið að einfalda orðalag, skýra lögin og taka á praktískum atriðum. Höfð hliðsjón af lögum Parkinsonfélagisns. Fór yfir breytingar og metur þær sem tillögu að nýjum lögum en ekki lagabreytingar. Aðrir í nefnd Svavar Guðfinnsson og Hlöðver Kjartansson.
Umræður og fyrirspurnir.
Geir Zoega kom með tvær breytingatillögur við 8. grein gömlu laganna sem fjalla um hvaða mál skuli tekin til meðferðar á aðalfundi. Hann vill að aðalfundur kjósi í stjórn dagvistar og að skýrsla stjórnar dagvistar og ársreikningar hennar séu kynntir á aðalfundi.Breytingatillaga 1: Á milli g og h liðar í 8 grein komi nýr liður: Kosning í stjórn dagvistar.
Breytingatillaga 2: Á milli c og d liðar í 8. grein komi nýr liður: Skýrsla stjórnar dagvistar og ársreikningar.
Stefán Pálsson segir að séu góðar tillögur en að ekki sé hægt að hafa áhrif á þetta hér. Stofnskrá dagvistar stjórni starfsemi hennar.
Birna Jennadóttir segist samþykk tillögu en er hissa á bandstriki í nafni félagsins.
Eiríkur segir að ekki sé hægt að koma með breytingatillögur sem ekki voru kynntar í fundarboði en vill þó gera tillögu um að formaður sé kosinn til tveggja ára.
Svavar Guðfinnsson segist hafa borið undir íslenskufræðinga að hafa bandstrik en ekki punkta í nafni félagsins. 
Kosningar.
Hér bárust niðurstöður úr kjöri meðstjórnendenda: 280 atkvæði skiptust þannig: auðir seðlar 5, ógildir 3, Haukur 108, Lonní 18, María 20, Málfríður 20, Valdimar 106. Valdimar og Haukur eru því réttkjörnir meðstjórnendur til tveggja ára. Kosning tveggja varamann í stjórn
Tillaga uppstillinganefndar: Hafdís Hannesdóttir og Jón Þórðarson.
Mótframboð: María Pétursdóttir og Málfriður Hafdís Ægisdóttir. 
Lagabreytingar.
Stefán hélt áfram umfjöllun um lagabreytingar. Lagabreytingar þurfa að berast nokkru fyrir aðalfund. Varar við að samþykkt verði tveggja ára kjörtímabil formanns. Vill að á hverju ári sé kosið um meirihluta. Hægt sé á hverjum aðalfundi að steypa stjórn.
Frávísunartillaga Sigurbjargar Ármannsdóttur við breytingatillögur Geirs Zoega samþykkt samhljóða.
Varafundarstjóri ber undir fundinn tillögu um að ný lög verði borin í heild sinni undir atkvæði. Samþykkt með meiri hluta atkvæða, 2 á móti.Lögin borin upp til atkvæðagreiðslu í heild: samþykkt með handauppréttingu af meirihluta fundarmanna en 2 á móti.
Kosning nefnda.
Lagabreytinganefnd.
Tillaga uppstillingarnefndar: Svavar Guðfinnssyni, Stefán Pálsson og Hlöðver Kjartansson verði áfram.
Mótframboð: Magnús Traustason, Hrafnkell Daníelsson og Kristín Sigurjónsdóttir.
Tillaga nefndar samþykkt með meirihluta atkvæða en tveir styðja mótframboðið.
Ritnefnd.
Tillaga uppstillingarnefndar: Þórdís Kristinsdóttir, Eiríkur Vernharðsson, Eiríkur Guðjónsson, Svavar Guðfinnsson, Jón Ragnarsson og Linda Egilsdóttir.
Mótframboð: Guðlaug Kristinsdóttir, Vilborg Traustadóttir.
Tillaga nefndar samþykkt með meirihluta atkvæða.
NÝMS
Tillaga uppstillingarnefndar: Svavar Guðfinnsson, Sigvaldi Heiðarsson, Ebba Sif, Guðrún Hjaltalín, Hildur Sigurðardóttir, Kristín Guðlaugsdóttir.Engin mótframboð bárust. Þessir aðilar voru samþykktir.
Fulltrúar í Örykjabandalagi Íslands
Tillaga uppstillingarnefndar: Steinunn Þóra Árnadóttir, varamenn: Lonní Björg Sigurbjörnsdóttir og Hafdís Hannesdóttir.Ekkert mótframboð barst og tillagan því samþykkt með lófaklappi.
Úrslit úr kosningu meðstjórnenda kynnt: 240 atkvæði skiptust þannig: ógildir 4, Hafdís 97, María 21, Málfríður 20 og Jón 102. Hafdís og Jón eru því réttkjörnir meðstjórnendur.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga:
Svanfríður Kjartansdóttir félagskjörin, Margrét Flóventsdóttir frá KPMG. Samþykkt með lófataki. 
Árgjald í MS-félagiðTillaga um óbreytt árgjald eða 1000 kr. samþykkt. 
Önnur málRóbert Pétursson: Slæmt ef pólitík eyðileggur sjúklingasamtök. Stangast á nýjar og gamlar hugmyndir. Nýgreindir þurfa betri stuðning. Vill lögfræðing í MS-félagið.
Svavar Guðfinnsson: Biður þá sem voru kosnir í nefndir að hinkra vegna myndatöku fyrir blað félagsins. Fundi slitið kl. 17:25 af nýkjörnum formanni.
_________________________________Bára Stefánsdóttirfundarritari

_________________
Kveðja úr sveitinni. Eiríkur
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Þessar umræður eru lokaðar, þú getur ekki sent inn, svarað eða breytt innleggi   Þessi spjallþráður er lokaður, þú getur ekki breytt, eða svarað innleggi    Spjall MS-félagsins umræðu hópur -> Tilkynningar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2002 phpBB Group
Þýðing gerð af Baldur Þór Sveinsson © 2002