annagj
Skráður þann: 24 Nóv 2009 Innlegg: 9 Staðsetning: Mosfellsbær
|
Innlegg: Þri Ágú 24, 2010 21:51 Efni innleggs: Truflanir hve lengi eru þær að angra ykkur ? |
|
|
Sæl/l
Ég greindist með MS fyrir ári síðan, byrjaði á Avonex í vor. Ég fæ yfirleitt allsskonar dofa hér og þar og líka ofurnæmi í hausnum, einhverjir stingir eða eitthvað sem er erfitt að útskýra.
er búin að fá fjögur köst allavega á þessu tæpa ári.
Síðan fór ég í sumarfrí núna í júlí og hafði það líka bara svona glimrandi gott, flesta daga alveg laus við einhverjar truflanir jibbý .
Ég byrjaði aftur að vinna núna eftir verslunarmannahelgi, og ekki liðu margir dagar þar til að ég fór að finna fyrir mínum einkennum, þetta blessaða ofurnæmi í hausnum en ekkert svakalegar aðrar truflanir nema þegar ég er orðin þreytt ( er oftast hressust á morgnana), talaði við taugalækninn minn í dag hún og hún vildi meina að jafnvel væru bólgurnar sem sáust á myndatöku núna í mars s.l. væru enn virkar, veistu ég er bara ekki alveg að kaupa það-, þó svo að truflanirnar séu vægari en þau voru í fyrri köstum, en ég er líka búin að vera á Avonex í tæpa fjóra mánuði.
Er eðlilegt að truflanir séu alveg að trufla ykkur svona lengi eða er þetta bar tengt því að um leið og maður er undir álagi þá fer allt af stað. sem fylgir gömlum köstum?
Losnar maður þá einhverntímann við þetta?
Kveðja Anna
Fór í myndatöku í nóvember og svo aftur í mars og þá sást aukning um 4 bletti frá fyrri myndatöku |
|
Birna
Skráður þann: 19 Jan 2005 Innlegg: 232 Staðsetning: Borgarnes
|
Innlegg: Fös Sep 17, 2010 14:46 Efni innleggs: |
|
|
Sæl Anna.
Ég heyrði eitt á einhverju námskeiði eða hjá einhverjum reynslubolta og þ.e. að það eina sem þú getur treyst í sambandi við MS er óvissan.
Hins vegar þá er mín útgáfa mjög mikið tengd streytu sem þú gætir verið að upplifa á vinnustað eða vinnutengt. Ég er t.d. svo viðkvæm fyrir streytu að ég get ekki komið til Reykjavíkur nema eiga það á hættu að liggja daginn eftir eða jafnvel lengur.
Ég reyni þess vegna að lágmarka allt streytutengt álag í kringum mig - m.a. flutti ég út á land - og mér hefur með þeim hætti tekist að forðast köst s.l. 6 ár eða svo.
Kannski er það líka bara eitthvað allt annað sem stoppaði köstin en ég reyni líka (með afleitum árangri) að ofhugsa ekki hlutina. Það gerir jú bara ill verra. _________________ Kveðja,
Birna Guðrún Jennadóttir
Borgarnesi
I want to add life to my years, not necessarily years to my life |
|